Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
ytri landamæri
ENSKA
external borders
FRANSKA
frontière extérieure
ÞÝSKA
Aussengrenze
Svið
lagamál
Dæmi
[is] Með hliðsjón af fenginni reynslu af starfi sameiginlegu sérfræðingaeiningarinnar um ytri landamærin, sem starfar innan ráðsins, skal koma á fót sérhæfðum sérfræðingahópi, sem hefur það verkefni að samræma frekar samvinnu aðildarríkjanna um verklega framkvæmd á sviði stjórnunar ytri landamæranna, innan Evrópustofnunar um framkvæmd samvinnu á ytri landamærum aðildarríkja Evrópusambandsins (hér á eftir nefnd stofnunin).

[en] Taking into account the experiences of the External Borders Practitioners Common Unit, acting within the Council, a specialised expert body tasked with improving the coordination of operational cooperation between Member States in the field of external border management should therefore be established in the shape of a European Agency for the Management of Operational Cooperation at the External Borders of the Member States of the European Union (hereinafter referred to as the Agency).

Skilgreining
[is] landamæri aðildarríkjanna á landi, þ.m.t. landamæri á ám og vötnum, landamæri á sjó og flugvellir, hafnir við ár, sjó og vötn, sem ákvæði laga Sambandsins um för yfir ytri landamæri gilda um, hvort sem þessi landamæri eru tímabundin eða ekki (32014R0515)

landamæri ríkja á tilteknu svæði, t.d. Schengen-svæðinu
(Lögfræðiorðabók. Ritstj. Páll Sigurðsson. Bókaútg. CODEX - Lagastofnun HÍ. Reykjavík, 2008.)

[en] the land borders of the Member States, including river and lake borders, sea borders and their airports, river ports, sea ports and lake ports to which the provisions of Union law on the crossing of external borders apply, whether the borders are temporary or not (32014R0515)

Rit
[is] Reglugerð ráðsins (EB) nr. 2007/2004 frá 26. október 2004 um stofnun Evrópustofnunar um framkvæmd samvinnu á ytri landamærum aðildarríkja Evrópusambandsins

[en] Council Regulation (EC) No 2007/2004 of 26 October 2004 establishing a European Agency for the Management of Operational Cooperation at the External Borders of the Member States of the European Union

Skjal nr.
32004R2007
Aðalorð
landamæri - orðflokkur no. kyn hk.
Önnur málfræði
fleirtöluorð