Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
einingarlög Evrópu
ENSKA
Single European Act
Svið
lagamál
Dæmi
[is] Þegar einingarlög Evrópu öðlast gildi skal framkvæmdastjórnin leggja fyrir ráðið heildartillögu sem miðar að því að gera þær breytingar á uppbyggingu og starfsreglum fyrirliggjandi uppbyggingarsjóða (þróunarsviðs Þróunar- og ábyrgðarsjóðs evrópsks landbúnaðar, Félagsmálasjóðs Evrópu og Byggðaþróunarsjóðs Evrópu) sem nauðsynlegar eru til að skýra verkefni þeirra og hagræða að því er þau varðar í því skyni að stuðla að markmiðunum í 130. gr. a og 130. gr. c, auka skilvirkni sjóðanna og samræma starfsemi þeirra innbyrðis og við aðgerðir í tengslum við aðrar fjármögnunarleiðir sem fyrir hendi eru.

[en] Once the Single European Act enters into force the Commission shall submit a comprehensive proposal to the Council, the purpose of which will be to make such amendments to the structure and operational rules of the existing structural Funds (European Agricultural Guidance and Guarantee Fund, Guidance Section, European Social Fund, European Regional Development Fund) as are necessary to clarify and rationalize their tasks in order to contribute to the achievement of the objectives set out in Article 130a and Article 130c, to increase their efficiency and to coordinate their activities between themselves and with the operations of the existing financial instruments.

Skilgreining
einingarlög Evrópu er lagabálkur, sem tekur á flestum þáttum í starfi Evrópubandalagsins, skipulagsbindur margt, sem mótast hafði í framkvæmd, og felur í sér endurskoðun á öllum stofnsáttmálum Bandalagsins, þ.e.a.s. stofnsáttmálum Kola- og stálbandalagsins og Kjarnorkubandalagsins auk sjálfs Rómarsáttmálans og samningsins um sameiginlega stjórn Bandalaganna þriggja

Rit
[is] EININGARLÖG EVRÓPU
[en] SINGLE EUROPEAN ACT

Skjal nr.
11986U
Athugasemd
Samningur aðildarríkja Evrópubandalagsins frá 17. febrúar 1986, ætlað að stuðla að aukinni samvinnu aðildarríkjanna og stefna að sérstöku Evrópusambandi
(Lögfræðiorðabók. Ritstj. Páll Sigurðsson. Bókaútgáfan CODEX - Lagastofnun Háskóla Íslands. Reykjavík, 2008.)

Aðalorð
einingarlög - orðflokkur no. kyn hk.
Önnur málfræði
fleirtöluorð
ENSKA annar ritháttur
SEA
European Single Act

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira