Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
farandsendiherra
ENSKA
roving ambassador
Svið
utanríkisráðuneytið
Dæmi
Hér að framan segir að í sérstakri sendinefnd geti verið einn maður, sbr. 9. gr. New York-samn. ''69. Í flokki einsmanns sendinefnda má telja svonefnda farandsendiherra. Sum ríki hafa sérstaka embættismenn, með ambassadors-nafnbót, sem hafa það hlutverk að fara í sendiferðir til annarra ríkja til viðræðna þar. Slíkir starfsmenn nefnast á ensku "roving ambassador" eða "ambassador at large", en á frönsku "ambassadeur itinérant". Á íslensku hafa þessir embættismenn verið nefndir farandsendiherrar (sjá til samanburðar II.H.1. og 2. um heimasendiherra). Í raun er farandsendiherra "sérstök eins manns sendinefnd".
Rit
Meðferð utanríkismála, 1993, 60
Orðflokkur
no.
Kyn
kk.