Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
boðskiptaefni
ENSKA
semio-chemical
DANSKA
semiokemikalie, semiokemisk stof
SÆNSKA
semiokemikalie
ÞÝSKA
Semiochemikalie
Samheiti
boðflutningsefni
Svið
íðefni
Dæmi
[is] Hægt er að veita rökstuddar undanþágur vegna plöntuseyða og boðskiptaefna (s.s. ferómóna). Skýra skal tölfræðilegan grundvöll fyrir tillögðu innihaldi í tækniforskriftinni (t.d.: hámarksgildi sem fannst í raun, meðaltal plús þrjú staðalfrávik gildis sem fannst í raun, o.s.frv.). Leggja má fram stuðningsgögn til að rökstyðja tækniforskriftina enn frekar. Ákvarða þarf og greina frá rauninnihaldi efnisþátta sem eru sérlega óæskilegir vegna eiturefnafræðilegra eða visteiturefnafræðilegra eiginleika sinna, eða eiginleika sem varða umhverfið, þó að magnið, sem er til staðar, sé minna en 1 g/kg. Gögnin, sem greint er frá, skulu innihalda greiningarniðurstöður úr hverju sýni auk samantektar á þeim gögnum til að sýna fram á lágmarks-, hámarks- og meðalinnihald hvers efnisþáttar sem skiptir máli.

[en] For plant extracts and semiochemicals (such as pheromones), justified exemptions can be made. The statistical basis for the content proposed in the technical specification shall be explained (for example: maximum level found in practice, average plus three standard deviations of levels found in practice, etc.). Supporting data may be provided to further justify the technical specification. The actual content of components which are particularly undesirable because of their toxicological, ecotoxicological or environmental properties shall be determined and reported even if present in quantities below 1 g/kg. Data reported shall include the results of the analysis of individual samples and a summary of that data, to show the minimum, maximum and mean content of each relevant component.

Skilgreining
[en] molecule that delivers a message between members of the same or different species of plants or animals (IATE)
Note: There are 2 groups: pheromones and allelochemicals, which are further classified as allomones, kairomones or synomones.

Rit
[is] Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 283/2013 frá 1. mars 2013 um kröfur um gögn varðandi virk efni í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað

[en] Commission Regulation (EU) No 283/2013 of 1 March 2013 setting out the data requirements for active substances, in accordance with Regulation (EC) No 1107/2009 of the European Parliament and of the Council concerning the placing of plant protection products on the market

Skjal nr.
32013R0283
Athugasemd
Var áður þýtt ,efni sem breytir einkennum lífvera´ sem er ónákvæm þýðing; breytt 2014.

Orðflokkur
no.
Kyn
hk.
ENSKA annar ritháttur
semiochemical

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira