Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
Ísland
ENSKA
Iceland
DANSKA
Island
SÆNSKA
Island
FRANSKA
l´Islande
ÞÝSKA
Island
Svið
landa- og staðaheiti
Rit
Skrá starfshóps um ríkjaheiti frá 2015. Í starfshópnum sátu fulltrúar frá utanríkisráðuneytinu, Hagstofu Íslands, Íslenskri málnefnd, Ríkisútvarpinu og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Athugasemd
Opinbert heiti Íslands er Ísland og sama gildir á erlendum málum.

Sjá t.d. greinina Hvert er formlegt heiti landsins okkar? á Vísindavefnum eftir Ara Pál Kristinsson, rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum:

Formlegt heiti er Ísland. Það er misskilningur ef menn halda að orðið lýðveldi sé hluti af nafninu.

Yfirskrift stjórnarskrárinnar er Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Eins og sjá má er orðið lýðveldi haft með litlum staf. Margir hafa tekið eftir skjöldum við sendiráð Íslands erlendis þar sem stendur LÝÐVELDIÐ ÍSLAND og hér og þar í íslenskum textum af ýmsu tagi hefur mátt rekast á ritháttinn Lýðveldið Ísland. Margir virðast sem sé hafa talið það vera hið formlega nafn landsins. Sökum þessa ósamræmis leitaði ég eftir úrskurði í forsætisráðuneytinu fyrir nokkrum árum um formlegt heiti ríkisins. Niðurstaðan var Ísland. Um orðið lýðveldi, framan við Ísland, segir í bréfi forsætisráðuneytis til mín, dags. 30. september 2004, að það ,,lýsi eingöngu því stjórnarformi sem hér ríkir og teljist því ekki vera hluti af sérnafni ríkisins´´.


Orðflokkur
no.
Kyn
hk.
ENSKA annar ritháttur
IS
ISL

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira