Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
agnaendurskinsmæling
ENSKA
nephelometric measurement
Svið
umhverfismál
Dæmi
[is] Prófa skal efni, sem eru lítillega rokgjörn, í lífmælingakerfi þar sem hrært er varlega í vatnsyfirborðinu. Valkvætt er að dauðhreinsa kerin með hitun eða gufusæfingu fyrir notkun til að koma í veg fyrir bakteríumengun. Auk þess er eftirfarandi staðlaður rannsóknarstofubúnaður notaður:
- hristiborð eða segulhræribúnaður til að hægt sé að hrista prófunarflöskurnar samfellt,
- skilvinda,
- pH-mælir,
- gruggmælir til agnaendurskinsmælingar á gruggi,
- ofn eða örbylgjuofn til ákvörðunar á þurrvigt,
- himnusíunarbúnaður,
- gufusæfir eða ofn til að dauðhreinsa glermuni með hita, ...

[en] Slightly volatile substances should be tested in a biometer-type system with gentle stirring of the water surface. To be sure that no bacterial contamination occurs, optionally the vessels can be sterilised by heating or autoclaving prior to use. In addition, the following standard laboratory equipment is used:
- shaking table or magnetic stirrers for continuous agitation of the test flasks,
- centrifuge,
- pH meter,
- turbidimeter for nephelometric turbidity measurements,
- oven or microwave oven for dry weight determinations,
- membrane filtration apparatus,
- autoclave or oven for heat sterilisation of glassware, ...

Rit
[is] Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 761/2009 frá 23. júlí 2009 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 440/2008 þar sem mælt er fyrir um prófunaraðferðir samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni í því skyni að laga hana að tækniframförum ((efnareglurnar REACH))

[en] Commission Regulation (EC) No 761/2009 of 23 July 2009 amending, for the purpose of its adaptation to technical progress, Regulation (EC) No 440/2008 laying down test methods pursuant to Regulation (EC) No 1907/2006 of the European Parliament and of the Council on the Registration, Evaluation, Authorisation and Restriction of Chemicals (REACH)

Skjal nr.
32009R0761
Orðflokkur
no.
Kyn
kvk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira