Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
Evrópusambandið
ENSKA
European Union
DANSKA
Den Europæiske Union, Unionen, EU
SÆNSKA
Europeiska unionen, EU
FRANSKA
Union européenne, UE
ÞÝSKA
Europäische Union, EU
Svið
stofnanir
Dæmi
[is] Þessi áætlun er einn meginhluta orðsendingar framkvæmdastjórnarinnar til Evrópuþingsins og ráðsins frá 23. júní 1994 um aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um baráttu gegn ávana- og fíknilyfjum (1995-1999) sem ráðið fjallaði um í niðurstöðum sínum frá 2. júní 1995.

[en] Whereas this programme is one of the essential components of the Commission communication to the European Parliament and the Council of 23 June 1994 on a European Union Action Plan to combat drugs (1995-1999), on which the Council commented in its conclusions of 2 June 1995;

Skilgreining
Aðildarríki ESB eru 27 talsins. Stofnríki sambandsins voru Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg en við stofnun þess árið 1958 gekk það undir heitinu Efnahagsbandalag Evrópu. Nokkrum árum áður, árið 1952, höfðu sömu ríki einnig stofnað Kola- og stálbandalagið. Á næstu þremur áratugum gengu Bretland, Írland og Danmörk (1973), Grikkland (1981), og Spánn og Portúgal (1986) til liðs við bandalagið og voru aðildarríkin þá orðin tólf talsins.
[Ath. að Bretland gekk úr Evrópusambandinu 31. janúar 2020 og aðlögunartímabili á grundvelli útgöngusamnings lauk í árslok 2020.]

Með Maastricht-sáttmálanum árið 1993 var Evrópusambandið stofnað sem nokkurs konar þak í svonefndu stoðaskipulagi. Á sama tíma var heiti Efnahagsbandalags Evrópu breytt í Evrópubandalagið og skömmu síðar fengu Austurríki, Finnland og Svíþjóð aðild (1995). Tæpum áratugi seinna, árið 2004, gengu tíu ríki í ESB; Eistland, Lettland, Litháen, Kýpur, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland, og þremur árum síðar Búlgaría og Rúmenía. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009 var nafni bandalagsins breytt öðru sinni og hefur síðan þá heitið Evrópusambandið. Árið 2013 gekk Króatía í ESB.

(Evrópuvefurinn. Upplýsingaveita um Evrópusambandið og Evrópumál)

Rit
[is] Ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 102/97/EB frá 16. desember 1996 um samþykkt aðgerðaáætlunar Bandalagsins um forvarnir gegn lyfjafíkn innan aðgerðarammans á sviði almannaheilbrigðis (1996-2000)

[en] Decision No 102/97/EC of the European Parliament and of the Council of 16 December 1996 adopting a programme of Community action on the prevention of drug dependence within the framework for action in the field of public health (1996-2000)

Skjal nr.
31997D0102
Athugasemd
Reglan í textum þýðingamiðstöðvar er að fylgja enskunni nákvæmlega í því hvort notað er fullt heiti (Evrópusambandið), stytt heiti (Sambandið) eða skammstöfun (ESB).
Hinn 1. desember 2009 (við gildistöku Lissabonsáttmálans) breyttist hið opinbera heiti úr Evrópubandalögin í Evrópusambandið. Síðarnefnda heitið ber því að nota í gerðum, dagsettum 1. des. 2009 eða síðar.

Orðflokkur
no.
Kyn
hk.
ÍSLENSKA annar ritháttur
Sambandið
ESB
ENSKA annar ritháttur
Union
EU

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira