Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
af gáleysi
ENSKA
recklessly
Svið
lagamál
Dæmi
[is] Brot
Aðildarríki skulu tryggja að litið sé á losun mengandi efna, sem á upptök sín í skipum, á hvers konar svæðum, sem um getur í 1. mgr. 3. gr., sem brot ef þau eru framin af ásetningi, gáleysi eða vegna alvarlegrar vanrækslu. Litið er á þessi brot sem refsiverðan verknað í tengslum við og samkvæmt aðstæðum, sem kveðið er á um í rammaákvörðun 2005/667/DIM, sem er viðbót við þessa tilskipun.

[en] Infringements
Member States shall ensure that ship-source discharges of polluting substances into any of the areas referred to in Article 3(1) are regarded as infringements if committed with intent, recklessly or by serious negligence. These infringements are regarded as criminal offences by, and in the circumstances provided for in, Framework Decision 2005/667/JHA supplementing this Directive.

Skilgreining
(í skaðabótarétti) sú huglæga afstaða manns sem felst í vilja hans. Tjóni er valdið af gáleysi ef sú háttsemi tjónvalds hefur, vegna þess að hann hefur ekki sýnt þá varkárni sem ætlast má til af honum, vikið frá því sem telja má viðurkennda háttsemi samkvæmt því sem ákveðið er í lögum, fordæmum, venju eða eftir öðrum viðmiðunum í skaðabótarétti
(Lögfræðiorðabók. Ritstj. Páll Sigurðsson. Bókaútgáfan CODEX - Lagastofnun Háskóla Íslands. Reykjavík, 2008.)

Rit
[is] Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/35/EB frá 7. september 2005 um mengun sem á upptök sín um borð í skipum og innleiðingu viðurlaga við brotum

[en] Directive 2005/35/EC of the European Parliament and of the Council of 7 September 2005 on ship-source pollution and on the introduction of penalties for infringements

Skjal nr.
32005L0035
Önnur málfræði
forsetningarliður