Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
vefjameinafræðigögn
ENSKA
histopathological data
Svið
íðefni
Dæmi
[is] Skammtastærðarannsókn getur t.d. veitt tæknilegar upplýsingar varðandi greiningaraðferðir, ákvörðun á kornastærð, uppgötvun á gangvirkjum eiturhrifa, klíníska meinafræði og vefjameinafræðigögn, og mat á því hver NOAEL- og MTC-styrkleiki gæti verið í meginrannsókninni. Rannsóknarstjórinn getur valið að nota skammtastærðarannsókn til að finna viðmiðunarmörk fyrir ertingu öndunarfæra (t.d. með vefjameinafræðilegri rannsókn á öndunarveginum, prófun á lungnastarfsemi eða berkju- og lungnablöðruskolun), efri styrkleikamörk sem eru þolanleg án óþarfa álags á dýrin og mæliþættina sem best lýsa eiturhrifum prófunaríðefnis.

[en] A range-finding study may, for example, provide technical information regarding analytical methods, particle sizing, discovery of toxic mechanisms, clinical pathology and histopathological data, and estimations of what may be NOAEL and MTC concentrations in a main study. The study director may choose to use the range-finding study to identify the threshold of respiratory tract irritation (e.g. with histopathology of the respiratory tract, pulmonary function testing, or bronchoalveolar lavage), the upper concentration which is tolerated without undue stress to the animals, and the parameters that will best characterise a test chemicals toxicity.

Rit
[is] Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 260/2014 frá 24. janúar 2014 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 440/2008 þar sem mælt er fyrir um prófunaraðferðir samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir, að því er varðar efni, í því skyni að laga hana að tækniframförum (efnareglurnar (REACH))

[en] Commission Regulation (EU) No 260/2014 of 24 January 2014 amending, for the purpose of its adaptation to technical progress, Regulation (EC) No 440/2008 laying down test methods pursuant to Regulation (EC) No 1907/2006 of the European Parliament and of the Council on the Registration, Evaluation, Authorisation and Restriction of Chemicals (REACH)

Skjal nr.
32014R0260-A
Orðflokkur
no.
Kyn
hk.
Önnur málfræði
ft.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira