Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
friðhelgi eignarréttar
ENSKA
protection of property
FRANSKA
protection de la propriété
Svið
lagamál
Dæmi
1. gr. - Friðhelgi eignarréttar
Öllum mönnum og lögaðilum ber réttur til að njóta eigna sinna í friði. Skal engan svipta eign sinni, nema hagur almennings bjóði og gætt sé ákvæða í lögum og almennra meginreglna þjóðaréttar.

Eigi skulu þó ákvæði undanfarandi málsgreinar á nokkurn hátt rýra réttindi ríkis til þess að fullnægja þeim lögum sem það telur nauðsynleg til þess að geta haft hönd í bagga um notkun eigna í samræmi við hag almennings eða til þess að tryggja greiðslu skatta eða annarra opinberra gjalda eða viðurlaga.

Skilgreining
réttur til að njóta eigna sinna í friði. Engan má skylda til þess að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji, þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir. Sbr. 72. gr. stjskr. Sjá og 1. gr. 1. samningsviðauka við MSE [Mannréttindasáttmála Evrópu]
(Lögfræðiorðabók. Ritstj. Páll Sigurðsson. Bókaútgáfan CODEX - Lagastofnun Háskóla Íslands. Reykjavík, 2008.)

Rit
Safn Evrópusamninga. Rit á vegum utanríkisráðuneytisins og Evrópuráðsins í Strassborg, 2000.

Skjal nr.
ETS0009
Aðalorð
friðhelgi - orðflokkur no. kyn kvk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira