Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
fjarsamskiptamiðill
ENSKA
means of distance communication
Svið
neytendamál
Dæmi
[is] Skilgreining á fjarsölusamningi skal ná til allra tilvika þar sem samningur milli seljanda og neytanda er gerður í gegnum skipulagt kerfi fyrir fjarsölu eða þjónustuveitingu sem notar eingöngu einn eða fleiri fjarsamskiptamiðla (s.s. vörulistar, Netið, sími eða bréfasími) allt fram að og á þeim tíma sem gengið er frá samningnum. Skilgreiningin skal einnig ná yfir tilvik þegar neytandinn heimsækir starfsstöðvarnar einvörðungu í þeim tilgangi að afla upplýsinga um vöru eða þjónustu og gerir síðan samninginn og gengur frá honum með aðstoð fjarsamskiptamiðils.

[en] The definition of distance contract should cover all cases where a contract is concluded between the trader and the consumer under an organised distance sales or service-provision scheme, with the exclusive use of one or more means of distance communication (such as mail order, Internet, telephone or fax) up to and including the time at which the contract is concluded. That definition should also cover situations where the consumer visits the business premises merely for the purpose of gathering information about the goods or services and subsequently negotiates and concludes the contract at a distance.

Skilgreining
miðill sem nota má til að gera greiðsluþjónustusamning milli greiðslumiðlunar og notanda greiðsluþjónustu án þess að aðilar séu viðstaddir samtímis í eigin persónu (32007L0064)

Rit
[is] Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/83/ESB frá 25. október 2011 um réttindi neytenda, um breytingu á tilskipun ráðsins 93/13/EBE og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 1999/44/EB og um niðurfellingu tilskipunar ráðsins 85/577/EBE og tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 97/7/EB

[en] Directive 2011/83/EU of the European Parliament and of the Council of 25 October 2011 on consumer rights, amending Council Directive 93/13/EEC and Directive 1999/44/EC of the European Parliament and of the Council and repealing Council Directive 85/577/EEC and Directive 97/7/EC of the European Parliament and of the Council

Skjal nr.
32011L0083
Orðflokkur
no.
Kyn
kk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira