Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
upphaflegur lánstími
ENSKA
initial maturity
Svið
fjármál
Dæmi
[is] Upphaflegur lánstími víkjandi láns sem um getur í c-lið annarrar undirgreinar 2. mgr. skal ekki vera styttri en tvö ár. Það skal að fullu greitt og í lánssamningnum má ekki kveða á um að við sérstakar kringumstæður, aðrar en slit stofnunarinnar, skuli endurgreiða skuldina fyrir umsaminn gjalddaga, nema lögbær yfirvöld samþykki endurgreiðsluna. Óheimilt er að endurgreiða höfuðstól eða vexti af slíkum víkjandi lánum ef það hefur í för með sér að eigið fé viðkomandi stofnunar fari niður fyrir 100% af samanlögðum eiginfjárkröfum hennar. Að auki skal stofnun tilkynna lögbærum yfirvöldum um allar endurgreiðslur á slíkum víkjandi lánum um leið og eigið fé fer niður fyrir 120% af samanlögðum eiginfjárkröfum hennar.
[en] The subordinated loan capital referred to in point c) of the second subparagraph of paragraph 2 shall have an initial maturity of at least two years. It shall be fully paid up and the loan agreement shall not include any clause providing that in specified circumstances, other than the winding up of the institution, the debt will become repayable before the agreed repayment date, unless the competent authorities approve the repayment. Neither the principal nor the interest on such subordinated loan capital may be repaid if such repayment would mean that the own funds of the institution in question would then amount to less than 100% of that institution''s overall capital requirements. In addition, an institution shall notify the competent authorities of all repayments on such subordinated loan capital as soon as its own funds fall below 120% of its overall capital requirements.
Rit
Stjórnartíðindi Evrópusambandsins L 177, 30.6.2006, 201
Skjal nr.
32006L0049
Aðalorð
lánstími - orðflokkur no. kyn kk.