Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
samtök
ENSKA
federation
Svið
lagamál
Dæmi
[is] Sambönd og samtök lánveitenda annars vegar og neytendur hins vegar hafa á vegum framkvæmdastjórnarinnar samið um hvaða almennu og persónubundnu upplýsingar lánveitendum ber að veita neytendum.

[en] The elements of information - both general and personalised - to be given to consumers by lenders, have been negotiated under the auspices of the Commission by the associations and federations representing lenders, on the one hand, and consumers, on the other.

Skilgreining
hvers konar varanleg samvinna einstak­linga og/eða lögaðila í þágu ákveðins tilgangs hvort sem er á sviði einkaréttar eða opinbers réttar
(Lögfræðiorðabók. Ritstj. Páll Sigurðsson. Bókaútg. CODEX - Lagastofnun HÍ. Reykjavík, 2008.)

Rit
[is] Tilmæli framkvæmdastjórnarinnar frá 1. mars 2001 um upplýsingar sem lánveitendur, sem bjóða lán til húsnæðiskaupa, skulu veita neytendum áður en samningur er gerður

[en] Commission Recommendation of 1 March 2001 on pre-contractual information to be given to consumers by lenders offering home loans

Skjal nr.
32001H0193
Athugasemd
S. standa m.a. vörð um hagsmuni meðlimanna og annast t.d. fundi og fræðslustarfsemi. Opinberir aðilar, ríki og önnur stjórnvöld eiga gjarnan með sér samstarf í formi samtaka. Samtök er ekki einungis að finna á sviði landsréttar. Flestar þjóðir sjá sér hag í því að starfa með öðrum þjóðum á alþjóðavettvangi, t.d. í því skyni að stuðla að friði, efnahagslegum umbótum, vernd mannréttinda eða úrbótum í umhverfismálum.
(Lögfræðiorðabók. Ritstj. Páll Sigurðsson. Bókaútg. CODEX - Lagastofnun HÍ. Reykjavík, 2008.)

Orðflokkur
no.
Kyn
hk.
Önnur málfræði
fleirtöluorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira