Um "diplomatic agents" er notað heitið diplómatískir fulltrúar, þ.e. um þá sem venjulega kallast "diplómatar". Til mála kom að nota orðið "sendierindreki", eins og gert er í þýðingu áðurnefnds samnings, eða "stjórnarerindreki", eins og fjölmiðlar nota nú oft í merkingunni "diplomat", en hvorugt þeirra hefur fest rætur. Diplómatískir fulltrúar sendiráða eru annars vegar forstöðumenn sendiráða og hins vegar diplómatískir starfsmenn sendiráða. Sendiráðsmenn nær til allra manna í hverju sendiráði, þ.e. forstöðumanns, diplómatískra starfsmanna, skrifstofu- og tæknistarfsmanna og þjónustustarfsmanna.