Samningurinn gerir ráð fyrir að sendinefndarmenn geti flokkast eins og sendiráðs- og fastanefndarmenn, þ.e. í diplómatíska fulltrúa, skrifstofu- og tæknistarfsmenn og þjónustustarfsmenn, og yfirleitt eru reglur um sendinefndarmenn alveg samsvarandi reglunum um fastanefndarmenn, t.d. varðandi þjóðerni og fjölda, sæti í lögvirðingarröð, setta sendinefndarformenn ("acting head of delegation") o.s.frv.