Sérhvert sjálfstætt ríki er talið hafa rétt til að senda diplómatíska fulltrúa til þess að gæta hagsmuna sinna í öðrum ríkjum og að taka á móti slíkum fulltrúum. Þessi "sendiréttur" ("right of legation") er almennt álitinn vera þáttur í fullveldi ríkja. En í raun má segja að hér sé fremur um að ræða sendiréttarhæfi heldur en rétt því að til þess að geta sent diplómatíska fulltrúa þarf samþykki viðtökuríkisins.