Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Ritstjóri: Sigrún Þorgeirsdóttir
Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
jafnræðisreglan
ENSKA
principle of equality
Svið
lagamál
Dæmi
[is] ... að tryggja að jafnræðisreglan milli karla og kvenna sé virt við þátttöku í áætluninni og að stuðlað sé að jafnrétti kynjanna í aðgerðunum, ...

[en] ... ensuring that the principle of equality between men and women is respected in participation in the Programme and that gender equality is fostered in the actions;

Skilgreining
regla sem felur það m.a. í sér að öll mál sem sambærileg eru í lagalegu tilliti skuli hljóta sams konar úrlausn. Í 11. gr. stjórnsýslulaga 37/1993 segir að við úrlausn mála skuli stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. Óheimilt sé að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða, sem byggð eru á kynferði þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæðum. J. er ein af grundvallarreglum stjórnsýsluréttar
(Lögfræðiorðabók. Ritstj. Páll Sigurðsson. Bókaútg. CODEX - Lagastofnun HÍ. Reykjavík, 2008.)

Rit
[is] Ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1719/2006/EB frá 15. nóvember 2006 um að koma á áætluninni Virk æska fyrir tímabilið 2007 til 2013

[en] Decision No 1719/2006/EC of the European Parliament and of the Council of 15 November 2006 establishing the Youth in Action programme for the period 2007 to 2013

Skjal nr.
32006D1719
Athugasemd
Sjá einnig stjórnsýslulög nr. 37/1993
Orðflokkur
no.
Kyn
kvk.
ÍSLENSKA annar ritháttur
meginreglan um jafnræði
ENSKA annar ritháttur
equality principle

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira