Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins
Hugtakasafn : Eitt hugtak
- ÍSLENSKA
- losun
- ENSKA
- emission
- Svið
- umhverfismál
- Dæmi
-
[is]
Í tilskipuninni er kveðið á um tvo valkosti til að draga úr losun frá starfandi verum, annaðhvort með því að beita tilteknum viðmiðunarmörkum fyrir losun eða með því að hrinda innlendri áætlun um skerðingu á losun fyrir slík ver í framkvæmd.
- [en] The Directive provides two options to reduce emissions from existing plants, either by the application of specified emission limit values or through the implementation of a national emission reduction plan for such plants.
- Rit
-
[is]
Tilmæli framkvæmdastjórnarinnar 2003/47/EB frá 15. janúar 2003 um viðmiðunarreglur fyrir aðildarríkin við undirbúning innlendrar áætlunar um skerðingu á losun í samræmi við ákvæði tilskipunar 2001/80/EB um takmörkun á losun tiltekinna mengunarefna frá stórum brennsluverum út í andrúmsloftið
- [en] Commission Recommendation 2003/47/EC of 15 January 2003 on the guidelines to assist a Member State in the preparation of a national emission reduction plan further to the provisions of Directive 2001/80/EC on the limitation of emissions of certain pollutants into the air from large combustion plants
- Skjal nr.
- 32003H0047
- Athugasemd
-
,Emissions´hefur þýðinguna ,útstreymi´í Kýótó-bókuninni en henni var þýðingin ,losun, varð brátt viðtekin, sjá til dæmis Parísarsamninginn. ,Losun´ á sér undirhugtak sem heitir ,útblástur´ (e. exhaust). Dæmi um losun, sem ekki er útblástur, er t.d. uppgufun. ,Emission´ í þessu samhengi er tvírætt. Það getur þýtt hvort heldur mengunarefnið, sem losað er, eða losun (það að losa mengunarefni út í umhverfið).
- Orðflokkur
- no.
- Kyn
- kvk.
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.