Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
höfundarréttur
ENSKA
copyright
Svið
lagamál
Dæmi
[is] Við dreifingu efnis sem er verndað af höfundarrétti og skyldum réttindum, þ.m.t. bækur, framleiðsla fyrir hljóð- og myndmiðla og upptaka tónlistar og þjónustu tengda því, er nauðsynlegt að fá leyfi fyrir réttindunum frá mismunandi handhöfum höfundarréttar og skyldra réttinda, s.s. höfundum, listflytjendum, framleiðendum og útgefendum. Yfirleitt er það rétthafinn sem velur milli einstaklingsbundinnar eða sameiginlegrar umsýslu réttinda sinna, nema aðildarríkin kveði á um annað, í samræmi við löggjöf Sambandsins og alþjóðlegar skuldbindingar Sambandsins og aðildarríkja þess.

[en] The dissemination of content which is protected by copyright and related rights, including books, audiovisual productions and recorded music, and services linked thereto, requires the licensing of rights by different holders of copyright and related rights, such as authors, performers, producers and publishers. It is normally for the rightholder to choose between the individual or collective management of his rights, unless Member States provide otherwise, in compliance with Union law and the international obligations of the Union and its Member States.

Skilgreining
réttur hvers einstaks höfundar yfir verki sínu. Kjarni höfundarréttar snýr að þeim einkarétti sem höfundur hefur yfir verkum sínum, innan tiltekinna og lögmæltra takmarka, og vernd þess réttar
(Lögfræðiorðabók. Ritstj. Páll Sigurðsson. Bókaútg. CODEX - Lagastofnun HÍ. Reykjavík, 2008.)

Rit
[is] Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/26/ESB frá 26. febrúar 2014 um sameiginlega umsýslu höfundarréttar og skyldra réttinda og leyfisveitingar yfir landamæri vegna netnotkunar á tónverkum á innri markaðnum

[en] Directive 2014/26/EU of the European Parliament and of the Council of 26 February 2014 on collective management of copyright and related rights and multi-territorial licensing of rights in musical works for online use in the internal market

Skjal nr.
32014L0026
Athugasemd
Rithætti breytt 2013 til samræmis við Lögfræðiorðabókina. Sjá einnig ,copyright law´ (höfundaréttur) og skilgreiningu á því hugtaki.

Orðflokkur
no.
Kyn
kk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira