Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
binditími
ENSKA
maturity
Samheiti
lánstími
Svið
fjármál
Dæmi
[is] Nákvæmar tölfræðilegar kröfur eru mestar þar sem mótaðilar eru hluti af geira peningalegra eigna. Ítarleg gögn eru nauðsynleg um:

a) skuldbindingar vegna innlána eftir undirgreinum og binditíma, flokkaðar nánar eftir gjaldmiðli til að leyfa nánari greiningu á þróun erlendra gjaldmiðilsþátta sem eru teknir með í M3 og til að greiða fyrir rannsókn á því í hve miklum mæli erlendur gjaldmiðill er staðgönguhæfur við gjaldmiðla sem tengdir eru evrunni og skráðir í M3,

b) lán eftir undirgreinum, binditíma, tilgangi, endurstillingu á vöxtum og gjaldmiðli þar sem þessar upplýsingar eru álitnar nauðsynlegar til peningalegrar greiningar,

c) stöður gagnvart öðrum peningastofnunum, að því marki sem nauðsynlegt er til að gera skuldajöfnun milli peningastofnana mögulega eða til að reikna út bindigrunninn,

d) stöður gagnvart íbúum utan evrusvæðisins (öðrum löndum utan evrusvæðisins) um innlán með meira en tveggja ára umsömdum binditíma, innlán til meira en tveggja ára innleysanleg eftir uppsögn og endurhverf verðbréfakaup í þeim tilgangi að reikna út bindigrunn, með fyrirvara um jákvætt bindihlutfall,

e) stöður gagnvart öðrum löndum varðandi heildarskuldbindingar vegna innlána í þeim tilgangi að fá yfirlit yfir utanaðkomandi mótaðila,

f) innlánaskuldbindingar og lán gagnvart öðrum löndum sem hafa minna eða meira en eins árs upphaflegan binditíma er varða greiðslujöfnuð og fjárhagsreikninga.


[en] The statistical requirements are most detailed where the counterparties are part of the money-holding sector. Detailed data are required on:

(a) deposit liabilities by subsector and maturity classified further by currency to permit a closer analysis of the developments of the foreign currency components included in M3 and to facilitate investigations concerning the degree of substitutability between foreign currency and euro-denominated components of M3;

(b) loans by subsector, maturity, purpose, interest rate reset and currency, as this information is considered essential for monetary analysis purposes;

(c) positions vis-à-vis other MFIs in so far as this is necessary to allow for netting of inter-MFI balances or to calculate the reserve base;

(d) positions vis-à-vis non-euro area residents (rest of the world) for "deposits over two years agreed maturity", "deposits redeemable at notice over two years" and "repos" in order to calculate the reserve base subject to the positive reserve ratio;

(e) positions vis-à-vis the rest of the world for total deposit liabilities in order to compile the external counterparts;

(f) deposit liabilities and loans vis-à-vis the rest of the world below and above one year original maturity for balance of payments and financial accounts purposes.


Rit
[is] Reglugerð Seðlabanka Evrópu (EB) nr. 25/2009 frá 19. desember 2008 um efnahagsreikning peningastofnanageirans (endurútgefin)

[en] Regulation (EC) No 25/2009 of the European Central Bank of 19 December 2008 concerning the balance sheet of the monetary financial institutions sector (Recast)

Skjal nr.
32009R0025
Orðflokkur
no.
Kyn
kk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira