Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
beiting
ENSKA
application
Svið
lagamál
Dæmi
[is] Framkvæmdastjórninni ætti að vera heimilt, á grundvelli rökstuddrar beiðni aðildarríkis, að veita því aðildarríki undanþágur að því er varðar sértækar skuldbindingar þar sem beiting þessarar reglugerðar gagnvart landsbundnu hagskýrslukerfi aðildarríkis krefst meiriháttar aðlögunar eða er líkleg til að valda verulega auknu álagi á svarendur.

[en] Based on a reasoned request from a Member State, the Commission should be entitled to grant derogations to that Member State in relation to specific obligations for which the application of this Regulation to the national statistical system of that Member State requires major adaptations or is likely to lead to a significant additional burden on respondents.

Rit
[is] Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/1952 frá 26. október 2016 um evrópskar hagskýrslur um verðlagningu á jarðgasi og raforku og niðurfellingu tilskipunar 2008/92/EB

[en] Regulation (EU) 2016/1952 of the European Parliament and of the Council of 26 October 2016 on European statistics on natural gas and electricity prices and repealing Directive 2008/92/EC

Skjal nr.
32016R1952
Athugasemd
Sögnin ,apply´ (sbr. einnig ,application´) hefur ýmsar merkingar en í lagamáli ber að gera greinarmun á ,apply´ í merkingunni ,gilda´ eða ,eiga við´ annars vegar og ,koma til framkvæmda´ eða ,beita/skal beitt´ hins vegar.

Þetta skiptir miklu máli því að gerður er greinarmunur á því þegar lög öðlast gildi (e. entry into force) annars vegar og þegar þeim skal beitt eða þau koma til framkvæmda (e. application) hins vegar, einkum í svokölluðum lokaákvæðum og víðar þar sem seinni merkingin, sem tilgreind er hér að ofan, gæti átt við.

Ef vafi leikur á því hvernig beri að þýða orðliðinn ,appl-´ má styðjast við þýðingar á dönsku (sbr. ,anvendes´ (skal beitt) og ,gælder´ (gildir).

Orðflokkur
no.
Kyn
kvk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira