Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
alfa-adrenvirkt lyf
ENSKA
alpha-adrenergic agonist
Svið
lyf
Dæmi
[is] a) Athuga skal vandlega hvort neytendur henta að því er varðar lyf sem getur hugsanlega valdið hægslætti eða lágþrýstingi sökum þess að tilkynnt hefur verið um þetta sem dánarorsök hjá nokkrum neytendum sem hafa gengist undir fitusog með staðdeyfingu. Neytendur sem taka lyf, s.s. beta-blokka, kalsíumgangaloka sem eru ekki díhýdrópýridín, hjartaglýkósíð og alfa-adrenvirk lyf með miðlæga verkun, skulu athugaðir vandlega sökum þess að tilkynnt hefur verið um dauðsföll vegna hægsláttar og lágþrýstings. Á undan aðgerðinni skal fara fram læknisskoðun, sem verður að skjalfesta, og í henni þarf að taka tillit til langvinnra sjúkdóma og lyfja sem sjúklingurinn tekur.


[en] a) Careful consideration shall be given to consumer suitability with respect to medication which has the potential to cause bradycardia or hypotension as this has been reported as the cause of death in a number of consumers undergoing tumescent liposuction. Consumers taking drugs such as beta-adrenergic antagonists, non-dihydropyridine calcium-channel blockers, cardiac glycosides, and centrally acting alpha-adrenergic agonists shall be subject to very careful consideration as deaths have been reported due to bradycardia and hypotension. The procedure has to be preceded by a medical consultation which has to be documented and during which chronic disease and drugs taken by patient need to be considered.;


Rit
[is] Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2346 frá 1. desember 2022 um sameiginlegar forskriftir fyrir flokka vara án ætlaðs læknisfræðilegs tilgangs sem eru tilgreindir í XVI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/745 um lækningatæki

[en] Commission Implementing Regulation (EU) 2022/2346 of 1 December 2022 laying down common specifications for the groups of products without an intended medical purpose listed in Annex XVI to Regulation (EU) 2017/745 of the European Parliament and of the Council on medical devices

Skjal nr.
32022R2346
Aðalorð
lyf - orðflokkur no. kyn hk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira