Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
XBRL-staðall
ENSKA
XBRL
DANSKA
XBRL
SÆNSKA
XBRL
FRANSKA
Format électronique XBRL
Svið
fjármál
Dæmi
[is] Samræmd rafræn framsetning við skýrslugjöf væri til hagsbóta fyrir útgefendur, fjárfesta og lögbær yfirvöld þar sem hún myndi auðvelda skýrslugjöf og auðvelda aðgengileika, greiningu og samanburðarhæfi árlegra reikningsskila. Því skal gerð árlegra reikningsskila á sameiginlegu rafrænu skýrslusniði vera skyldubundin frá og með 1. janúar 2020 að því tilskildu að Evrópska eftirlitsstofnunin á verðbréfamarkaði hafi framkvæmt kostnaðar- og ábatagreiningu. Evrópska eftirlitsstofnunin á verðbréfamarkaði ætti að útfæra drög að tæknilegum eftirlitsstöðlum sem framkvæmdastjórnin skal samþykkja, til að tilgreina rafræna skýrslusniðið, með hliðsjón af núverandi og síðari tæknilegum valkostum, s.s. XBRL-staðallinn (e. eXtensible Business Reporting Language (XBRL)).


[en] A harmonised electronic format for reporting would be very beneficial for issuers, investors and competent authorities, since it would make reporting easier and facilitate accessibility, analysis and comparability of annual financial reports. Therefore, the preparation of annual financial reports in a single electronic reporting format should be mandatory with effect from 1 January 2020, provided that a cost-benefit analysis has been undertaken by ESMA. ESMA should develop draft technical regulatory standards, for adoption by the Commission, to specify the electronic reporting format, with due reference to current and future technological options, such as eXtensible Business Reporting Language (XBRL).


Skilgreining
XBRL (eXtensible Business Reporting Language) er staðall sem er notaður í rafrænum gagnaskilum og var þróaður sérstaklega fyrir sendingar með viðskiptaleg gögn. Staðallinn auðveldar sendingar á gögnum vél í vél og tryggir ákveðin gæði gagna með vel skilgreindum gagnasvæðum og gagnareglum (líka kallaðar formúlur). Staðallinn byggir á XML og notar merki (e. tag) við framsetningu gagna. Þessi merki innihalda nánari upplýsingar um þau gögn sem verið er að skila á XBRL formi, þ.e.a.s. þetta eru gögn um gögn eða lýsigögn (e. metadata). En flækjustigið er töluvert meira í XBRL þar sem um er að ræða gögn sem eru skilgreind út frá á flóknum viðskiptalegum hugtökum sem oftar en ekki eru brotin niður í minni einingar. Sem dæmi má benda á að í COREP tegundaröðun eru öll hugtök skilgreind út frá víddum (e. dimension), lénum (e. domain) og meðlimum léns (e. domain members) sem settir eru fram í stigveldi. Áhugasömum um samanburð á XML og XBRL er bent á þessa síðu (http://xbrl.squarespace.com/journal/2009/4/25/xbrl-builds-on-top-of-xml.html) .

Öll merki í XBRL gögnum eru skilgreind í tegundaröðun (sjá skilgreiningu hér að neðan) ásamt frekari upplýsingum um þau, framsetningu, tegund og tengsla þeirra á milli. Það er þess vegna ómögulegt fyrir tölvu með XBRL hugbúnað að skilja XBRL gögn án tegundaraðar. Að sama skapi er ómögulegt að búa til eða sannprófa XBRL gögn án tegundaraðar. Í einu XBRL tilviki (e. instance) eða skjali er vísað í þá tegundaröðun sem tilvikið byggir á en auk þess koma fram upplýsingar um framteljanda, tímabil, gjaldmiðil eða einingar sem gildin byggja á, ásamt gildunum sjálfum. (FME)


Rit
[is] Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/50/ESB frá 22. október 2013 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/109/EB um samhæfingu krafna um gagnsæi í tengslum við upplýsingar um útgefendur verðbréfa sem eru skráð á skipulegan markað, tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/71/EB um útboðs- og skráningarlýsingu sem birta skal við almennt útboð verðbréfa eða þegar þau eru tekin til skráningar og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2007/14/EB um nákvæmar reglur til framkvæmdar tilteknum ákvæðum tilskipunar 2004/109/EB


[en] Directive 2013/50/EU of the European Parliament and of the Council of 22 October 2013 amending Directive 2004/109/EC of the European Parliament and of the Council on the harmonisation of transparency requirements in relation to information about issuers whose securities are admitted to trading on a regulated market, Directive 2003/71/EC of the European Parliament and of the Council on the prospectus to be published when securities are offered to the public or admitted to trading and Commission Directive 2007/14/EC laying down detailed rules for the implementation of certain provisions of Directive 2004/109/EC


Skjal nr.
32013L0050
Orðflokkur
no.
Kyn
kk.
ENSKA annar ritháttur
eXtensible Business Reporting Language

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira