Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
yfirdráttur
ENSKA
overdraft
Svið
fjármál
Dæmi
[is] 44. Vanskil skulu talin hafa átt sér stað hjá ákveðnum tilteknum loforðsgjafa þegar annar eða báðir eftirfarandi atburða hafa átt sér stað:

a) Lánastofnunin telur ólíklegt að loforðsgjafinn standi við lánaskuldbindingar sínar gagnvart lánastofnuninni, móðurfyrirtækinu eða einhverju dótturfyrirtækja þess að fullu, án þess að lánastofnunin grípi til aðgerða, svo sem að innleysa tryggingar (ef þær eru til staðar).

b) Veigamikil lánaskuldbinding loforðsgjafans gagnvart lánastofnuninni, móðurfyrirtækinu eða einhverju dótturfyrirtækinu er komin meira en 90 daga fram yfir gjalddaga.

Að því er yfirdrátt varðar hefst talning daga fram yfir gjalddaga þegar loforðsgjafi hefur rofið tilkynnt mörk, honum hafa verið tilkynnt lægri mörk en nemur útistandandi skuldum, eða hann hefur dregið á lán án heimildar og undirliggjandi fjárhæð er veruleg.


[en] 44. A default shall be considered to have occurred with regard to a particular obligor when either or both of the two following events has taken place:

a) the credit institution considers that the obligor is unlikely to pay its credit obligations to the credit institution, the parent undertaking or any of its subsidiaries in full, without recourse by the credit institution to actions such as realising security (if held);

b) the obligor is past due more than 90 days on any material credit obligation to the credit institution, the parent undertaking or any of its subsidiaries.

For overdrafts, days past due commence once an obligor has breached an advised limit, has been advised a limit smaller than current outstandings, or has drawn credit without authorisation and the underlying amount is material.


Rit
[is] Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/48/EB frá 14. júní 2006 um stofnun og rekstur lánastofnana (endursamin)

[en] Directive 2006/48/EC of the European Parliament and of the Council of 14 June 2006 relating to the taking up and pursuit of the business of credit institutions (recast)

Skjal nr.
32006L0048-C
Orðflokkur
no.
Kyn
kk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira