Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
aðili á fyrra stigi í aðfangakeðju
ENSKA
up-stream actor
Svið
sprengiefni og efnavopn
Dæmi
[is] Í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 frá 16. desember 2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna er kveðið á um að efni og blöndur, sem eru flokkuð sem hættuleg, skuli vera rétt merkt áður en þau eru sett á markað. Enn fremur er þar kveðið á um að rekstraraðilar, þ.m.t. smásalar, skuli annaðhvort flokka og merkja slík efni eða treysta á flokkunina sem aðili á fyrra stigi í aðfangakeðjunni (e. upstream actor) hefur þegar gert. Því er viðeigandi að kveða á um í þessari reglugerð að allir rekstraraðilar, þ.m.t. smásalar, sem veita almennum borgurum aðgang að efnum sem sæta takmörkunum samkvæmt þessari reglugerð, tryggi að umbúðir þeirra gefi til kynna að öflun, varsla eða notkun almennra borgara á þessu efni eða þessari blöndu sé háð takmörkunum.


[en] Regulation (EC) No 1272/2008 of the European Parliament and of the Council of 16 December 2008 on classification, labelling and packaging of substances and mixtures provides that substances and mixtures classified as hazardous are to be correctly labelled before being placed on the market. It further provides that economic operators including retailers are either to classify and label such substances or to rely on the classification made by an up-stream actor in the supply chain. It is therefore appropriate to provide, in this Regulation, that all economic operators, including retailers, which make available substances restricted by this Regulation to members of the general public, ensure that the packaging indicates that the acquisition, possession or use of that substance or mixture by members of the general public is subject to a restriction.


Rit
[is] Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 98/2013 frá 15. janúar 2013 um markaðssetningu og notkun forefna sprengiefna

[en] Regulation (EU) No 98/2013 of the European Parliament and of the Council of 15 January 2013 on the marketing and use of explosives precursors

Skjal nr.
32013R0098
Aðalorð
aðili - orðflokkur no. kyn kk.
Önnur málfræði
nafnliður með forsetningarlið
ENSKA annar ritháttur
upstream actor

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira